Karellen
news

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2022

07. 04. 2022

Veistu af áhugaverðum þróunar– og nýbreytniverkefnum í GRV, leikskólum, Tónlistarskóla eða Frístund sem þú vilt vekja athygli á?


Ég vek athygli á að búið er að opna fyrir tilnefningar til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs 2022.
Hægt er að tilnefna kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, Grunnskóla Vestmannaeyja, Tónlistarskóla Vestmannaeyja og Frístund. Allir geta tilnefnt verkefni til verðlaunanna; s.s. foreldrar, ömmur og afar, nemendur, stofnanir, samtök, starfsfólk Vestmannaeyjabæjar, þ.m.t. starfsfólk í leikskólum, grunnskóla, Tónlistarskóla og Frístund. Valin verða þrjú verkefni sem fá verðlaun og eru það verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni.
Hér er hlekkur á eyðublað fyrir tilnefningar: https://forms.gle/xUkicMZc4fyqhe139
Bestu kveðjur,
Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi

© 2016 - 2024 Karellen