news

Þátttaka í Evrópuverkefni

08. 02. 2021

Þátttaka í Evrópuverkefni (Erasmus+)

Síðastliðið sumar fengum við þær góðu fregnir að umsókn okkar hjá Erasmus+ var samþykkt https://www.erasmusplus.is/, en það er styrkjaáætlun ESB til mennta- æskulýðs- og íþróttamála.

Við sóttum um í samstarfi við Sóla, Kirkjugerði og þrjá leikskóla í Þýskalandi og er verkefninu stjórnað þaðan. Verkefnið snýr að sjálfbærni og náttúrukennslu, þar sem áhersla er lögð á stærðfræði og að skólarnir læri hverjir af öðrum. Verkefnið okkar ber yfirskriftina “Good learning in the Nature classroom for all children”.

Starfið okkar mun lítið breytast að öðru leyti en því að við munum deila vinnunni okkar með vinum okkar í Þýskalandi og þau deila sinni vinnu með okkur.

Allir sex skólarnir vinna saman að verkefninu en hver skóli á sinn vinaskóla og er Víkin í samstarfi við leikskólann Farbkleckse í Hürth https://farbkleckse.froebel.info/.

Verkefnið mun standa yfir í tvö ár og var stefnan að heimsækja Þýskaland sl. haust og skólarnir úti svo okkur, en þar sem ekki er hægt að ferðast neitt í núverandi ástandi þá verður áherslan á samstarfinu meiri á netinu. Við notum E-twinning, http://etwinning.net sem er lokuð samskiptasíða á vegum Erasmus+. Stefnum við svo á að starfsfólk Víkurinnar geti heimsótt Þýskaland undir lok verkefnisins og starfsmenn þeirra okkur.

Krakkarnir fengu kynningu á verkefninu í morgun og munum við að sjálfsögðu halda áfram að leyfa ykkur að fylgjast með framvindu verkefnisins.

© 2016 - 2021 Karellen