Karellen
news

Tilkynning til foreldra/forráðamanna vegna gjalda

16. 08. 2022

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda á Víkinni.

Vestmannaeyjabær hefur tekið fyrsta skrefið í átt að gjaldfrjálsum leikskóla og er ánægjulegt að upplýsa ykkur um að frá og með 1. september nk. verða fyrstu sjö dvalartímarnir á Víkinni gjaldfrjálsir og fæðisgjald fellt niður að fullu.

Foreldrar/forráðamenn greiða kr. 5250 fyrir áttunda tímann og gjaldið fyrir níunda tímann verður áfram kr. 8522 Systkinaafsláttur verður ekki veittur af umframtímunum en einstæðir foreldrar/forráðamenn og námsmenn geta sótt um 40% afslátt af gjöldum fyrir umframtíma í samræmi við reglur sveitarfélagsins líkt og áður. Þeir sem eru með slíkan afslátt nú þegar þurfa ekki að sækja um hann aftur.

© 2016 - 2023 Karellen