Karellen
news

Umsókn um vistun milli jóla og nýárs

10. 11. 2021

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í leikskólum.

Samkvæmt ákvörðun fræðsluráðs verður skert þjónusta í leikskólunum dagana 27.-29. desember þar sem ekki verður um skipulagt leikskólastarf að ræða heldur vistun fyrir þá sem þurfa. Foreldrar eru beðnir um að sækja um vistun þá daga en leikskólagjöld lækka hjá þeim sem ekki nýta þá.

Þá minnum við einnig á að skipulagsdagur er 30. desember og þá eru leikskólarnir lokaðir.

Sækja þarf um vistun fyrir 20. nóvember nk. þar sem gjöld fyrir desembermánuð verða keyrð þá.

Vinsamlegast smelltu hér til að sækja um vistun dagana 27.-29. desember.

Fræðslufulltrúi og stjórnendur leikskóla

© 2016 - 2022 Karellen