news

Upphaf leikskólagöngu árganngs 2016 í Víkinni skólaárið 2021-2022

13. 08. 2021

Kæru foreldrar barna í árgangi 2016

Ég vil byrja á að bjóða ykkur og börnin ykkar hjartanlega velkomin í Víkina. Börnin hefja leikskólagöngu sína í Víkinni mánudaginn 16. ágúst n.k. og byrjum við á stuttum degi frá kl. 8.00-13.00.

Ef aðlögunin gengur vel á mánudaginn geta börnin verið fullan dag þriðjudaginn 17. ágúst. Deildastjórar verða í sambandi við ykkur ef hægja þarf á aðlögun.

Ef barnið byrjar á öðrum tíma í skólanum fer aðlögunin eins fram, 8-13 fyrsta daginn og allann daginn eftir það ef allt gengur vel.

Vegna samkomutakmarkanna vegna Covid-19 bið ég ykkur að nota grímu í fataklefanum þegar komið er með börnin í skólann og þau sótt, þar sem ekki er hægt að tryggja 1 metra fjarlægðarmörk þar. Vinsamlegast sprittið hendur ykkar og barna ykkar þegar komið er inn í skólann.

Einnig vil ég biðja ykkur að virða fjarlægðarmörk þegar komið er með börnin í leikskólann og þau sótt. Ef of margir eru í fataklefanum hvetjum við fólk til að hinkra aðeins til hliðar eða fyrir utan þar til aðstæður leyfa ykkur að komast að. Einnig stendur til boða þegar gengið er út af Víkinni að nota hurðina sem snýr í norður til að minnka álag í anddyri, en aðalinngangur Víkurinnar er í suður.

Við gætum að hreinlæti eins vel og mögulegt er, sótthreinsum snertifleti og leikföng eins oft og þurfa þykir. Við pössum að börn þvoi hendur og spritti eins oft og nauðsynlegt er eins t.d. fyrir matmálstíma, eftir salernisferðir og útiveru.

Mig langar að biðja ykkur um að kynna ykkur bæklinginn Velkomin í Víkina (ef þið hafið ekki nú þegar gert það), en í honum eru ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi starfsemi Víkurinnar. Þennan bækling ásamt fleiri upplýsingum má finna á heimasíðu Víkurinnar https://vikin.leikskolinn.is/.

Skóladagatal skólaársins 2021-2022 verður komið inn á heimasíðuna fyrir 1. september, en þess má geta að Víkin verður lokuð vegna starfsdags mánudaginn 23. ágúst n.k.

Foreldrafundur verður haldinn miðvikudaginn 1. september n.k. þar sem farið verður yfir starf vetrarins og verður hann nánar auglýstur þegar nær dregur.

Ef e-r spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við mig eða deilarstjóra.

Guðrún S. Þorsteinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri gudrun@grv.is

Sigríður Diljá Magnúsdóttir, deildarstjóri á Heimakletti dilja@grv.is

Marta Karlsdóttir, deildarstjóri á Miðkletti martakarls@grv.is

Agnes Líf Sveinsdóttir, deildarstjóri á Ystakletti agneslif@grv.is

Starfsfólki Víkurinnar hlakkar til að hefja leik og starf með börnunum ykkar ásamt því að eiga í ánægjulegum samskiptum við ykkur kæru foreldrar :-)

Bestu kveðjur

Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir

Aðstoðarleikskólastjóri Víkurinnar

© 2016 - 2021 Karellen