Karellen
news

Hertar aðgerðir v/Covid 19

12. 11. 2021

English belowKæru foreldrar!

Aðgerðir verða hertar á ný vegna Covid-19 á morgun, 13. nóvember og vil ég því biðja ykkur að spritta hendur ykkar og barna þegar komið er inn í skólann. Einnig vil ég biðja ykkur að bera grímu og virða fjarlægðarmörk (1 meter) þegar komið er með börnin í leikskólann og þau sótt. Ef of margir eru í fataklefanum hvetjum við fólk til að hinkra aðeins til hliðar eða fyrir utan þar til aðstæður leyfa ykkur að komast að. Einnig stendur til boða þegar gengið er út af Víkinni að nota hurðina sem er út á leikvöll til að minnka álag í anddyri.

Við gætum að hreinlæti eins vel og mögulegt er, sótthreinsum snertifleti og leikföng eins oft og þurfa þykir. Við pössum að börn þvoi hendur og spritti eins oft og nauðsynlegt er eins t.d. fyrir matmálstíma, eftir salernisferðir og útiveru.
Dear parents!

Action will be stepped up again for Covid-19 tomorrow, November 13th, so I would like to ask you to spray your hands and children when you enter the school. I would also like to ask you to wear a mask and respect the distance limit (1 meter) when you bring the children to the kindergarten and pick them up. If there are too many people in the room where the children's outerwear is stored, we ask people to linger a little to the side or outside until circumstances allow you to. When walking out of Víkinn, it is also possible to use the door to the playground to reduce the load in the outerwear room.

We take care of cleanliness as well as possible, disinfect contact surfaces and toys as often as necessary. We make sure that children wash and disinfect their hands as often as necessary, before meal time, after toilet trips and outdoor activities.

© 2016 - 2022 Karellen