Karellen
news

Kvennaverkfall 24. okt. Víkin lokar

23. 10. 2023

Kæru foreldrar

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023, þar sem konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag.

Kennarar í Víkinni munu leggja málefninu lið og leggja niður störf þennan dag. Víkin verður því lokuð þriðjudaginn 24 október n.k.

Þar sem um er að ræða mikilvæga jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks vonum við að þið sýnið þessari stöðu skilning.

Anna Rós Hallgrímsdóttir, Skólastjóri GRV

Guðrún S. Þorsteinsdóttir, Aðstoðarleikskólastjóri Víkurinnar

© 2016 - 2024 Karellen