news

Sumarlokun leikskóla Vestmannaeyja sumarið 2021

28. 01. 2021

Á síðasta fundi Fræðsluráðs var tekin ákvörðun um sumarlokun leikskólanna í Vestmannaeyjum, en þeir verða lokaðir frá 12.-30. júlí n.k. og foreldrar/forráðamenn velji tvær vikur að auki þannig að sumarleyfi barns verður samfellt fimm vikur. Einnig verður hægt að sækja um 6. vikuna í sumarleyfi og fá leikskólagjöld niðurfelld þá viku.

Skráningarform vegna sumarfrísins verður sent út mánudaginn 1.febrúar með rafrænum hætti á netfang foreldra. Foreldrar þurfa að vera búin að svara fyrir 18.febrúar n.k..

Gott er að hafa í huga að frá 16. ágúst n.k. verður heilsdagsvistun í boði á Frístund fyrir árgang 2015 þar til börnin hefja skólagöngu sína í 1. bekk. Sækja þarf um á Frístund í íbúagátt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

© 2016 - 2021 Karellen