news

Tilkynning v/ nýrrar reglugerðar um skólahald

02. 11. 2020

Kæru foreldrar!

Ný reglugerð um skólastarf tekur gildi á morgun, þriðjudaginn 3. nóvember og stendur til 17. nóvember 2020. Nú er staðan þannig að við þurfum að halda áfram að standa saman í því að fá ekki veiruna yfir okkur og gerum við það ekki nema með áframhaldandi samstilltu átaki í að vanda okkur í að fylgja settum reglum og passa vel upp á eigin sóttvarnir.

Nálægðarmörk gilda ekki um leikskólabörn, en fjöldi barna í hverju rými skal vera að hámarki 50. 2 m reglan gildir um fullorðna og er hámarksfjöldi 10 í sama rými. Ef ekki er hægt að tryggja lágmarksfjarlægt fullorðinna er skylt að bera andlitsgrímur.

Foreldrar skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Því vil ég biðja ykkur kæru foreldrar þegar þið komið með börnin ykkar á morgnanna og sækið í lok dags að bera andlitsgrímu, þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra regluna í fataherbergi Víkurinnar. Einnig bið ég ykkur um að staldra eins stutt við í fataherberginu og kostur er og virða hámarksfjölda fullorðinna í rýminu, sem eru 10 manns.

Nú þegar von er á alls kyns veðrum verður aðalinngangur (suður) Víkurinnar einungis opinn og við komum til með að taka á móti börnunum innan dyra á morgnanna en endum daginn úti alla þá daga sem veður leyfir okkur það.

Þá daga sem ekki verður hægt að enda daginn úti verður dagurinn kláraður frá kl. 16 í Herjólfsdal (stofan sem er til vinstri þegar komið er inn á gang Víkurinnar).

Ef e-ð er óljóst ekki hika við að hafa samband við mig eða deildarstjóra.

© 2016 - 2021 Karellen